20 vs. 20

Á miðvikudag eru liðin 20 ár síðan ég hætti að reykja. Ótúrlegt en satt. Ég var mikil reykinga manneskja. Reykti vel á annan pakka á dag af Winston long. Og hafði reykti í 20 ár þegar ég hætti. Byrjaði 14 ára og hætti 34 ára. Og reykti og reykti og reykti. Enda upp á blómatíma reykinga; það mátti reykja hvar sem var og konur ekki síður en karlar. Alin upp á reykinga heimili. Pabbi reykti mest - enskar Players og mamma svona stundum. Pabbi var þó reykinga maðurinn á heimilinu sem reykti uppi í rúmi og við matarborðið og hvar sem hann fékk því við komið. Og öll reyktum við systkinin. Þetta var bara svona. Og það mátti allstaðar reykja. Jú þetta var dýrt - en æi bara svona eins og aðrir hlutir. Og ekkert sannaði að þetta væri óholt - jú jú - við vissum það svo sem. En - það er svo margt óholt. Og svo vorum við frjáls!
En svo fóru hlutirnir að breytast og það varð ekki jafn skemmtilegt og sjálfsagt að reykja. Þetta varð æ dýrar og jú - nú vissum við að þetta var óholt. Og svo var farið aðeins að þrengja að manni varðandi reykingar. Helv. ofstopi.
Mig langaði að eignast barn - börn. Og að fara í þrígang í glasafrjóvgun og reykja enn var ekki eitthvað sem var rétt. Jæja - nú skyldi hætta. Ömurlegt, helvítis helvíti. Grátur og gnístran tanna. Nú væri komið að því. Dagsetning ákveðin. Laugardagur eftir viku skyldi það vera. Og svo var reykt og reykt og reykt. Og drukkið rauðvín og reykt því ekki ætlaði ég að smakka áfengi eftir að ég hætti að reykja - engin ástæða til.....Best bara að hætta þessu öllu. Laugardagsmorguninn rann upp - heilmikið drukkið af kaffi og krossgátan í Lesbókinni ráðin. Aðeins upp í rúm aftur - meira kaffi og margar sígarettur eftir lúrinn. Hið mjög svo skelfingarfulla hádegi rann upp - lööööööng sturta - smá kjökur og vorkunsemi, hárið blásið - nikótíplásturinn á handlegginn og ekki varð aftur snúið.
Og almáttugur minn hvað þetta var rétt og góð ákvörðun REYKLAUS Í TUTTUGU ÁR ER ALGJÖR ÆÐI!!!!! Mér er skít sama með öll kílóin sem komu - það er allt betra en reykingarnar. Vááá - mig langar stundum enn í sígarettu - sérstaklega þegar ég horfi á bíómynd og allir reykja eða ég les um miklar reykingar - þá finn ég löngunina læðast að mér. En stendur stutt yfir. Og hugsið ykkur - 05. ágúst 1992 - eitthvað um þrem vikum eftir að ég hætti að reykja þá fékk ég að vita að ég ætti von á barni. Þetta er eins og lygasaga - en sannleikur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Til hamingju þetta er hægt.

Hörður Halldórsson, 17.7.2012 kl. 08:31

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

40 ár síðan ég hætti,mikil blessun að vera laus við reykinn sem ég segi hiklaust að væri búinn að drepa mig fyrir löngu ef ég hefði haldið áfram að reykja.    Var hættur að geta hlaupið nema stuttan spotta,þá var maður alveg að kafna úr mæði,held að ég gæti hlaupið mun hraðar og lengur núna. Þetta var furðu fljótt að hreinsast úr lungunum eftir að maður hætti.

Ragnar Gunnlaugsson, 17.7.2012 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband