Um afhommun - loka orð!

Ég tjáði mig á síðu Helgu Völu og fékk svar frá JV. Hann er þar með tölfræði varðandi afhommun. En það er bara ekki hægt að skipta svo auðveldlega um kynhneigð. Hvað segir JV um alla þá sem reynt hafa að afneita sinni kynhneigð og verið í gagnkynhneigðum hjónaböndum og sambúðum en síðan farið í sambönd með fólki af sama kyni? JV nefnir líka að marga langi að skipta um kynhneigð. Auðvitað vilja þeir sem mæta fordómum og er sífellt núið um nasir að þeir séu óheilbrigðir og óeðlilegir breyta sér! Ég hef ekki hitt eina samkynhneiða manneskju sem vill vera eitthvað annað en samkynhneigð. Eins og Sigurður Tómasson benti á þá erum við að ýta undir vanlíðan þeirra sem eru samkynhneigðir með viðhorfið JV og hans líkra.

Annars ætla ég að láta þetta verða mín loka orð um málið - það þýðir álíka mikið að skiptast á skoðunum við JV um þessi mál eins og að rökræða við bindindispostula um áfengi eða Gunnar í Krossinum um hjónabönd samkynhneigðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Heyr, heyr! Flest fólk hefur alveg nóg með sitt, þótt það fari ekki að eyða tímanum í vonlausa baráttu við arfavitlausar vindmyllur.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.2.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Það sem er verst við þessa afhommunarþvælu er að hún eykur fordóma í samfélaginu, skapar óeðlilegan þrýsting á homma og lesbíur og magnar sektarkennd. Sýnt hefur verið fram á að þetta hefur leitt samkynhneigða til þess að farga sér. Ekki getur það talist kristileg niðurstaða.

Sigurður G. Tómasson, 16.2.2007 kl. 19:33

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég berst við fordóma ... gegn svona fólki eins og JV en hef sífellt minni þolinmæði með röflinu í því!!! Sammála Ragnhildi, maður ætti ekki að eyða tíma sínum í vonlausa baráttu við svona lið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband