17.10.2010 | 14:15
Takk Egill Helgason!
Í mars í fyrra - líklegast 6. mars - set ég mig í samband við Egil Helgason til að bjóða honum að koma í lítið kaffisamsæti til heiðurs Bill Holm rithöfundi sem þá var nýlátin. Við ætluðum að hittst vinir og velunnarar Bills á jarðarfarardegi hans 8. mars. Mér fannst tilvalið að bjóða Agli því Bill hafði verið gestur í þætti hjá honum og þeir þekktust. Egill gat því miður ekki komð - sagði mér að hann þyrfti að sinna franskri konu sem yrði gestur í Silfrinu þennan sama dag. Þessi kona er Eva Joly. Og þá fóru hjólin að snúast. Íslensk stjórnvöld fengu Joly til að koma embætti sérstaks ríkissaksókara á koppinn og vera honum til trausts og halds í rannsóknum hans - svona til að byrja með.
Og Joly hefur unnið stórkoslega vel fyrir íslensku þjóðina. Og henni er treyst. Hún nýtur vinsælda og trausts.
Og það var Egill Helgason sem kom með þessa konu fyrst til landsins. Takk fyrir það Egill Helgason!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.