Dagurinn í dag

Ég vaknaði rétt um 08:00 við fallegag morgunsöng frá Högna Dignusi 18 mánaða sem gisti hjá okkur í nótt. Dásamlegur og fallegur drengur með fagran morgunsöng. Hann er núna komin í vagninn sinn úti á tröppum í haustlegum Snekkjuvoginum. Ég er búin að strauja eitt stykki karate galla - svo hnaus þykkur að hann getur staðið sjálfur! Algjört strau puð. Nú bráðlega liggur leiðin í Kópavoginn þar sem Bryndís keppir á fyrsta Grand Prix móti Karatesambandsins. Prjónadótið tekið með.

Seinni partinn - klukkan 16:30 - verður síðan skemmtileg stund í Hafnarhúsinu. Þar verður Bryndís ásamt nokkrum skólasystkinum og sýnir stuttmynd sem hún og félagarnir hafa unnið að s.l. viku. Þetta er í samstarfi við RIFF og voru krakkarnir á fyrirlestrum og work shop alla daga vikuna. Níu grunnskólar voru með að þessu sinni. Þetta er búið að vera svakalega skemmtilegt og Bryndís og við stolt að hún skuli vera með félögum sínum fulltrúi Vogaskóla. Það verður gaman að sjá afraksturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband