Subbugangur

Ég sá í íþróttafréttum Stöðvar 2 sýnt frá þegar strípalingur (í brók) hljóp inn á Laugardalsvöllinn í Bikarúrslitaleiknum.

Pródúsentinn klikkar all svakalega því hann fylgir þeim fáklædda um völlinn með kamerunni. Það sem á að gera í svona tilfellum er að setja kameruna niður í gras og sýna allt annað en hlaupandi brókarbjálfa um völlinn.

Það er nefnilega akkúrat það sem þessir vesalingar vilja - koma í sjónvarp. Og það á ekki að gera þeim það til geðs.

Ég veit frá fyrstu hendi að pródúsent hjá RUV sem einusinni lenti í því að fá nakinn mann inn á völl í leik var ekki lengi að "klippa" af honum.

Það er fagmennska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband