Geymt en ekki gleymt

Kompudögum líkur í kvöld. Þegar við byrjuðum á tiltekktinni í geymslunum á sunnudag óraði okkur ekki að við yrðum enn að á fimmtudegi. En sagan er svona:

Við búum á æskuheimili mannsins míns í Vogahverfinu. Tengadmóðir mín lést í desember 1997 og við fluttum inn sumarið  1998. Við framkvæmdum talsvert í húsinu - breyttum kjallaranum talsvert og breyttum geymslulofti í baðherbergi og svefnherbergi. Í kjallaranum býr Siggi mágur minn í stórri og góðri íbúð og við Gulli hér á hæð og risi með stelpunum okkar tveim. Það tók á að breyta því við bjuggum hér á meðan og það þurfti að steypa og einangra og búa til talsvert í risinu. Og svo fluttum við inn í dánarbú - með hafurtask fjögurramanna fjölskyldu. Við breytingarnar urðu til mjög góðar geymslur undir súð. Mikið, mikið, mikið geymslupláss. Og þangað fóru allar okkar bækur, margir hillumetrar af vinilplötum, öll föt af stelpunum sem þær voru hættar að nota og bókstaflega var öllu skóflað þarna inn sem ekki fékk pláss á heimilinu. Og á þessum tólf árum hefur talsvert bæst við. T.d. hef ég ekki fleygt einni einustu skólabók á þessum 11 árum síðan sú eldri byrjaði í skóla. Og það verður að segjast eins og er að tiltektir og þrif hafa ekki verið svona efst á vinslældarlistum okkar hjóna. Enda höfum við verið upptekin við vinnu, barnauppeldi, kórsöng, sumarbústaðalíf, ferðalög. Og þegar slíkt er í boði þá er ósköp auðvelt að loka augum fyrir drasli sem ekki sést á rislofti,

En nú erum við semsagt búin að moka út undan risinu, flokka allt, henda ýmsu, koma miklu í nytja gáma og ryksjúg og þurrka og sortera. Og auðvitað taka til í skápum, skattholum, náttborðum, bókahillum, myndaalbúmum - öllum steinum hefur verið snúið við.

Og þetta er að verða alveg ljómandi fínt hjá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband