3.6.2008 | 19:16
Hrefnukjöt
Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 19:04
Flott lag og flott vídeó!!!
Ég var að horfa á nýja Sigurrósar vídóið - mikið rosalega er það flott.
En það fer víst fyrir brjóstið á einhverjum siðapostulum. Hvað er svona svakalegt við alsbert fólk að hlaupa í skógi?
Þetta er bara fallegt og ekkert dónalegt - og hana nú.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 14:43
Mamman í teikniherberginu
Ég tók á leigu frábæra mynd í gær - Atonement.
Þar var ein mjög meinleg þýðingarvilla - þegar drawing room var þýtt sem TEIKNIHERBERGI
Hvað erum við búni að sjá margar bíómyndir þar sem drawing room er þýtt sem dagstofa/stofa/setustofa. Hvernig dettur þýðandanum þetta í hug?
Í Wikipedia er skýringin þessi:
A drawing room is a room in a house where visitors may be entertained
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2008 | 08:14
Júníkvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 08:59
Sjómannadags morgun
Hér er allt ofurhljótt - maki og dætur og kisa sofa enn. Ég var komin á stjá um 08:00 og nýt þess að vera ein á fótum.
Ég er á leið niður í Dómkirkju til að syngja í Sjómannadags messu sem verður útvarpað. Þar sem ég er af sjómönnum komin þykir mér þessi messa alltaf mjög hátíðleg. Og ekki spillir fyrir að á milli sjómannadagsins í ár og þess í fyrra hefur enginn sjómaður drukknað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 16:29
Bjúgu
Ég viðurkenni það kinnroða laust að svona tvisvar á ári þá langar mig í bjúgu. Bjúgu eins og maður fékk sem krakki. En slík bjúgu fást ekki lengur. Nú líkjast þau meira pylsum. Og mig langar í bjúgu núna. Og ég vil ekki hrossabjúgu
Veit einhver hvar góð bjúgu fást -þið vitið svona úr kjötborði? Bjúgu þar sem plastið losnar af þegar þau eru soðin? Bjúgu sem þarf að sjóða en ekki bara hita?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2008 | 16:27
Ó sundlaug, ó sundlaug ég sakan þín
Ég fór í ný uppgerða Kópavogslaug um daginn. Fínir búningskelfar og skápar og sturtur. Þegar út kom brá mér heldur í brún! Gamla góða sundlaugin er farin!!!!! Skelfing, skelfing!!!!!
En nú er allt svo flott þarna - af hverju sakna ég sundlaugarinnar?
Málið er að þessi sundlaug var himnasending þegar hún var fyrst opnuð. Líklegast í kringum 1966. Þetta var þvílík stærðar laug í augum okkar Kópavogskrakkana - heilir 17 metrar á lengd. Þarna fór ég í skólasund alla mín grunnskóla tíð. Þarna var maður daginn út og inn sem krakki. Og nú ætla ég að segja - enda var ekki svo mikið við að vera.
Krakkafjöldinn í lauginn var þvílíkur að við vorum miklu heldur lóðrétt en lárétt í henni. Það tók mig aðeins tvær mínútur að hlaupa í sund. Og hvað var betra langa sumardaga en að busla í vatni. Koma heim með fingurgóma og tær eins og sveskjur og fá eitthvað gott að drekka og borða.
Fyrir allmörgum árum þá var opunuð stór laug og eftir það þá var gamla góða laugin grunn krakkalaug. Og þarna var ég mikið með stelpurnar. Við mamma fórum oft með þær í sund og höfðum þá næði til að spjalla- horfðum á undrin mín leik sér og tókum góðar kjaftatarnir.
En allt breytist.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 16:19
Mikið var ég glöð þegar ég sá hann Eyþór
Um daginn þegar við mæðgur vorum að keyra að Sólheimasafninu þá sáum við fjölda lögreglubíla,sjúkrabíla og mannfjöda mikinn við eina af Sólheimablokkunum. Við sáum einnig að á baklóð blokkarinnar var verið að sinna manni sem lá á sjukrabörum.Við urðum auðvitað skellkaðar og héldum að orðið hefði hræðilegt slys.
En mikið urðum við glaðar þegar við sáum vin okkar Eyþór Árnason, vörpulegan með talstöð sér við vanga. Þarna var verið að taka upp Svarta Engla.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 13:08
Skelfing skelfing
Mikið er svakalegt að sjá heimili fólks eftir skjálftann. Mér finnst eins og ég upplifi skjálftann 2000 aftur því svona leit bústaðurinn okkar út eftir að jörð skalf 21. júní 2000. Það skemmdist ekkert hjá okkur 17. júní en allt brotnaði sem brotnað gat 21.júní.
Húsgögnin færðust til, hornskápur datt yfir stólinn þar sem stelpurnar voru vanar að sitja og horfa á sjónvarpið og allt leirtau gusaðist út úr eldhússkápum. Sem betur fer vorum við ekki á staðnum.
Mestu skemmdirnar urðu þó á undirstöðum bústaðsins og var það til þess að við færðum hann um lengd sína og settum á steyptan grunn.
Við erum búin að ganga úr skugga um að ekkert skemmdist í gær - sem betur fer því ég hefði ekki afborið það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 19:12
Líf annara
Dómarar ekki viljalaus verkfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)