Ég á afmćlisstelpu

Í dag er elsku stelpan mín Bryndís Sćunn Sigríđur Gunnlaugsdóttir 15 ára. Ţađ var á laugardagskvöldi sem hún kom í heiminn međ látum. Ég var svćfđ og skorin bráđakeisara og fćđingarstundin er 21:30. Barniđ sá ég fyrst á poloroid mynd sem pabbi hennar kom međ út á gjörgćslu ţar sem ég jafnađi mig fyrstu stundirnar. Á myndinni var ósköp mjó og löng stelpa međ stór opin augu. Tengd viđ tćki og tól. Hana sjálfa fékk ég ekki í fangiđ fyrr en hún var 12 tíma gömul. Ţađ var erfiđ biđ en viđ vorum báđar mjög máttfarnar.  Hún var afar hćtt komin í fćđingu og fékk ađeins einn í Apgar einkunn. http://en.wikipedia.org/wiki/Apgar_score. En hún hresstist fljótt og heim fórum viđ ţegar hún var átta daga gömul. Ţar biđu pabbi og stóra systir hennar Anna Kristín rúmlega tveggja ára.

Bryndís mín er yndisleg stúlka sem byrjar í 10. bekk í Vogaskóla  í haust. Hún hefur ćft karate frá sex ára aldri og er komin međ brúnt belti. Hún er dagfarsprúđ en međ bein í nefinu og afar fylgin sér. Hún hefur áhuga á kvikmyndum og ljósmyndun og tekur ţessa daga myndir á flottar filmuvélar sem pabbi hennar og föđurbróđur eiga. Og mundar linsurnar. Hún hefur leikiđ í tveim kvikmyndum - Stikkfrí og Duggholufólkinu. Hún á traustan vinahóp sem samanstendur af skólafélögum og karatevinum. Hún hefur áhuga á fötum og kaupir ţau helst í second hand búđum.

Elsku stelpan mín - takk fyrir samfylgdina ţessi ár. Mamma elskar ţig heitt og mikiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Falleg fćrsla. Takk fyrir og til hamingju međ dömuna!

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 18:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband