Gott að búið að leggja samræmd próf niður

Mér finnst fínar fréttir að búið sé að leggja prófin niður. Reynslan sýnir að það hefur farið allt of mikill tími í skólum í þessi samræmd próf; segja má að síðasta skólaárið hafi verið undirlagt af þessu prófi og það hafi haft allt of mikið vægi í náminu. Best er að krakkarnir séu metnir fyrir vinnu sína jafnt og þétt yfir árið.

Dætur mínar eru í skóla þar sem mjög lítil áhersla er lögð á próf og það kemur ágætlega út.

Svo veit ég fyrir víst að krakkar sem útskirfast hafa úr Waldorf skólanum og ekki nein próf tekið fyrr en þau samræmdu standi sig mjög vel í framhaldsskólum.


mbl.is Inntökupróf slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu skiptin sem krakkar læra að einhverju viti í grunnskóla er fyrir þessi próf, þannig að mér finnst þetta frekar vanhugsað.

Þessi próf summa upp það sem lært er síðustu árin í grunnskólanum þannig að ég sé ekki afhverju það er verið að taka þau út, ef kennslan miðast við að undirbúa nemendur fyrir þessi próf sé ég ekkert að því. Auk þess sé ég ekki hvaða tilgangi þessi könnun í byrjun skólaárs á að þjóna.

Arnar (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:14

2 identicon

Fullkomlega sammála ;)

Ég er t.d. þessi týpa sem keypti og las alltaf bækur rétt fyrir próf, fékk 9 og 10, en svo datt allt út úr skammtímaminninu. Nú er ég komin í símat í háskólanum þar sem lögð er áhersla á jafnt og þétt nám - og þar með jafnt og þétt álag - yfir önnina og það kemur miklu betur út í ástundun, minnisendurheimt og prófkvíðinn hefur lagast til muna ;)

Ég hefði helst viljað sjá aðrar áherslur varðandi öll próf, bæði í grunn- og framhaldsskóla, þar sem meiri áhersla yrði lögð á verkefnavinnu og "lifandi" nám í staðinn fyrir próf. Stráknum mínum (12) gengur yfirleitt vel í tímum en fær stundum arfalélegar einkunnir á prófum, fyrir honum eru þau bara stress-faktor og frammistaðan á prófi truflast við það.

Mér finnst að námsárangur eigi að vera metinn eftir þátttöku og frammistöðu yfir langan tíma, þar sem börn eru miðuð út frá sjálfum sér en ekki út frá samanburði við aðra nemendur (t.d. með meðaleinkunnum) , en ekki þessum páfagaukalærdómi sem gengur aðallega út á það að prófa hve gott minni viðkomandi barn hefur. Börn geta verið klár í skapandi lausnum vandamála og hafa góða félagsfærni en fá samt lélegar einkunnir á páfagaukaprófi (t.d. vegna athyglisbrests, ofvirkni eða lesblindu) og þetta hefur neikvæð áhrif á sjálfsmat þeirra til lengri tíma.

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:23

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sammála þér. Þessi samræmdu próf minntu á landsprófið í gamla daga þar sem aðeins þeir sem tóku landspróf fengu aðgang að menntaskólunum.

Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 10:30

4 identicon

Sælar.

Ég ætti kannski að segja ykkur leyndarmál (-:

Símat er gífurleg vinna fyrir kennarann (endalaust að semja verkefni og fara yfir þau) ef vel á að gera.  Fæstir skólar hafa líklega efni á því að borga fyrir alla aukavinnuna sem fylgir því.  Próf, þó oft ósanngjörn séu, eru einfaldasta og langoftast ódýrasta aðferðin fyrir skólann til að meta nemendur.

Þar sem ég kenni í dag er ég með tvo áfanga - annan með lokaprófi og hinn án lokaprófs.  Í þeim seinni legg ég á mig töluvert meiri vinnu, sem ég reyni ekki einu sinni að fá borgaða aukalega.  Mér finnst ég vera að gera nemendum greiða með þessu, og ég held að flestir kunni að meta vel við mig að ég hanni áfangann þannig að hann sé próflaus.

En sumsé... "jafnt og þétt álag yfir önnina" fyrir nemendur þýðir náttúrulega líka jafnt og þétt álag fyrir kennarann - yfirleitt talsvert aukið álag. 

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 18:06

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Sæll Bragi - ég get alveg trúað þessu, að það sé talsvert meiri vinna fyrir kennara að vera með símat. Mér finnst ömurlegt hvað kennarar eru illa launaðir. Og starf þeirra hefur breyst rosalega gegnum árin. Við foreldrar ætlumst til að geta náð í kennara hvenær sem okkur hentar - það hlýtur að fara talsverður tími í að svara e-meilum frá okkur.

Ég er sjálf kennaramenntuð þó svo að ég hafi aldrei kennt - ég var í Tónlistarskólanum í tónmenntakennaradeild. Það eru menntaskólakennarar og grunnskólakennarar allt í kringum mig og margir kennarar í kórnum mínum.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.2.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband