Útsvar

Ég horfi alltaf á Útsvar á föstudögum og hef mikið gaman af. En nú liggur við að Kópavogsliði - liðið frá æskustöðvunum mínum - sé búið að eyðileggja þáttinn. Þeir halda að þeir séu að keppa í Gettu Betur og haga sér eins og menntaskólastrákar - húmorslausir!

Þetta er skemmitþáttur - ekki þáttur til að sýna hvað þú sért ógesslega klár í merkjamáli og hvað þú sért rosalega fljótur á bjölluna þó svo að þú vitir ekki svarið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað út úr mínum munni....er algerlega sammála þér, ég vorkenni þeim nú eiginlega, fæ kjánahroll þegar þeir eru að keppa.  Ég bloggaði einmitt um þetta sama lið þegar þeir kepptu síðast.....en þátturinn er ónýtur fyrir mér.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sammála, Kópavogsliðið er pirrandi. Reyndar ekki merkjamálið, mér finnst það töff, aðallega hvað sá í miðið er góður með sig, hinir eru ágætir.

Hlakka til að sjá þá mæta mínu liði (Fljótsdalshéraði) og detta (krossaputta) út.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.2.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband