Afmælisstúlkan Anna Kristín

Elsku stelpan mín hún Anna Kristín er átján ára í dag. Eftir að hafa legið inni á meðgöngudeild í rúmar tvær vikur í apríl 1993 var ákveðið að taka barnið með keisaraskurði því í sónar kom i ljós að hún var með höfuðið upp við bringuspalir móður sinnar. Og þarna kom hún - falleg, stór og rauðhærð. Hún fékk strax nafnið Anna Kristín eftir ömmum sínum - föður ömmu Önnu Soffíu og móður ömmu Kristínu Páls. Og gleði okkar foreldra var ólýsanleg enda langþráð barn komið í heiminn til okkar sem þá vorum 35 og 36 ára.

Anna Kristín er glæsilega stúlka; há, grönn og með ótrúlega fallegt rautt hár niðrí mitti. Hún er að ljúka öðru ári sínu á sérnámsbraut Borgarholtsskóla. Hún hefur yndi af leik og söng og notar hvert tækifæri til að fara í leikhús. Hún er mikill aðdáandi Disney mynda - segist varðveita í sér barnið með að horfa á þær. Uppáhalds sjónvarpsefni hennar er Desperate Housewives og lætur hún ekki nokkurn þátt fram hjá sér fara. Og svei mér þá ef hún líkist ekki bara Bree Van de Kamp þegar hún sveiflast um húsið og gerir fínt í kringum sig.

Anna er góð stúlka og má ekkert aumt sjá. Hún er hjálpsöm á heimilinu og eldhúsið er aldrei eins fínt eins og þegar hún hefur skúrað, skrúbbað og bónað. Hún á ótrúlegt safn af skvísuskóm og safnar skartgripum í gríð og erg. Hún er dugleg að hreyfa sig og æfir fimleika tvisar í viku hjá Ármanni og telur ekki eftir sér að fara sinna ferða gangandi og í strætó. Hún er dugleg í ökunáminu og ef fram fer sem horfir verður hún komin með bílpróf snemma sumars.

Það er ekki alltaf logn miklli okkar mæðgna en fárviðrin eru sjaldgæf, hvassviðrin fátíð en gola stöku sinnum.

Elsku Anna mín Kristín - til hamingju með afmælið þitt í dag og takk fyrir frábær átján ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband