Baráttan um börnin

Það er enn vandræðagangur vegna krakka sem útskrifast úr 10. bekk og framhaldsskóla göngu þeirra. Í ár var gripið til þess ráðs að um 45% barnanna eiga að koma úr hverfi/skólum nálægt viðkomandi framhaldsskólum.

Nú veit ég um tvo nemendur sem fara í 10. bekk í haust og setja stefnuna á ákveðin framhaldsskóla. Sá skóli er ekki þeirra hverfisskóli. Ekki geta þeir flutt lögheimili sitt því þeir eru ekki orðnir 18. ára. Og hvað er þá gert? Jú þessir nemendur ætla að skipta um skóla og ljúka 10. bekk í skóla sem er nálægt draumaskólanum. Þeir hafa gengið í sama grunnskóla alla sína tíð en ætla nú að skipta um skóla. Mér finnst þetta sorglegt. Þarna missir gamli skólinn þeirra tvo afbragðs nemendur sem hafa verið virkir í félagslífi og eru vinamargir.

Einnig hef ég heyrt um framhaldsskóla þar sem umsóknir eru talsvert fleiri frá stúlkum en drengjum. Erfitt er að komast inn í þennan skóla en til þess að hafa kynjahlutfallið sem jafnast þá þurfa drengirnir ekki að hafa eins góðar einkunnir upp úr 10. bekk eins og stúlkurnar sem sækja um skólann.

Er þetta leyfilegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að þú ættir að senda þetta til Menntamálaráðherra.

Hafþór Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 23:41

2 identicon

Það þýðir ekkert að flytja lögheimilið, skólunum er úthlutað ákveðnum skólum óháð búsestu nemanda.

Sigurður Einar (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband