Færsluflokkur: Bloggar

Takk Egill Helgason!

Í mars í fyrra - líklegast 6. mars - set ég mig í samband við Egil Helgason til að bjóða honum að koma í lítið kaffisamsæti til heiðurs Bill Holm rithöfundi sem þá var nýlátin. Við ætluðum að hittst vinir og velunnarar Bills á jarðarfarardegi hans 8. mars. Mér fannst tilvalið að bjóða Agli því Bill hafði verið gestur í þætti hjá honum og þeir þekktust. Egill gat því miður ekki komð - sagði mér að hann þyrfti að sinna franskri konu sem yrði gestur í Silfrinu þennan sama dag. Þessi kona er Eva Joly. Og þá fóru hjólin að snúast. Íslensk stjórnvöld fengu Joly til að koma embætti sérstaks ríkissaksókara á koppinn og vera honum til trausts og halds í rannsóknum hans - svona til að byrja með.

Og Joly hefur unnið stórkoslega vel fyrir íslensku þjóðina. Og henni er treyst. Hún nýtur vinsælda og trausts.

Og það var Egill Helgason sem kom með þessa konu fyrst til landsins. Takk fyrir það Egill Helgason!


Dagurinn í dag

Ég vaknaði rétt um 08:00 við fallegag morgunsöng frá Högna Dignusi 18 mánaða sem gisti hjá okkur í nótt. Dásamlegur og fallegur drengur með fagran morgunsöng. Hann er núna komin í vagninn sinn úti á tröppum í haustlegum Snekkjuvoginum. Ég er búin að strauja eitt stykki karate galla - svo hnaus þykkur að hann getur staðið sjálfur! Algjört strau puð. Nú bráðlega liggur leiðin í Kópavoginn þar sem Bryndís keppir á fyrsta Grand Prix móti Karatesambandsins. Prjónadótið tekið með.

Seinni partinn - klukkan 16:30 - verður síðan skemmtileg stund í Hafnarhúsinu. Þar verður Bryndís ásamt nokkrum skólasystkinum og sýnir stuttmynd sem hún og félagarnir hafa unnið að s.l. viku. Þetta er í samstarfi við RIFF og voru krakkarnir á fyrirlestrum og work shop alla daga vikuna. Níu grunnskólar voru með að þessu sinni. Þetta er búið að vera svakalega skemmtilegt og Bryndís og við stolt að hún skuli vera með félögum sínum fulltrúi Vogaskóla. Það verður gaman að sjá afraksturinn.


Subbugangur

Ég sá í íþróttafréttum Stöðvar 2 sýnt frá þegar strípalingur (í brók) hljóp inn á Laugardalsvöllinn í Bikarúrslitaleiknum.

Pródúsentinn klikkar all svakalega því hann fylgir þeim fáklædda um völlinn með kamerunni. Það sem á að gera í svona tilfellum er að setja kameruna niður í gras og sýna allt annað en hlaupandi brókarbjálfa um völlinn.

Það er nefnilega akkúrat það sem þessir vesalingar vilja - koma í sjónvarp. Og það á ekki að gera þeim það til geðs.

Ég veit frá fyrstu hendi að pródúsent hjá RUV sem einusinni lenti í því að fá nakinn mann inn á völl í leik var ekki lengi að "klippa" af honum.

Það er fagmennska.


Ég er búin að segja mig úr þjóðkirkjunni

Ég hef lengi verið ósátt við kirkjuna og oft hugsað mér að segja mig úr henni. Fundið að hugur minn og hjarta langar ekki sérlega að vera í samfélagi sem mismunar og felur. Sérstaklega hefur mér fundist afstaða margra kirkjunnar manna til samkynhneiðra og hjónabands þeirra vera óásættanleg. Og þegar biskupinn loksins bað samkynhneigða afsökunar á ómaklegum ummælum sínum þá var það þegar Alþingi var búið að setja lög sem heimiliðu þeim að ganga í hjónaband í kirkju. Þá einhvernveginn klóraði hann í bakkann og fannst leiðinlegt að hafa látið þessi orð falla.

Og svo þessi mál sem eru að koma upp núna. Bréf biskupsdóttur liggur ósvarað á biskupsstofu.  Bréf organista týnist á biskupsstofu. Og framkoma biskups í fréttum um daginn þar sem hann brosti og nánast flissaði í viðtali við fréttamann. Virtist gjörsamlega óundirbúin í grafalvarlegu máli er varðaði brot gagnvart barni frá starfsmanni kirkjunnar.

Og núna heldur kirkjan að hún sé hafin yfir barnaverndarlög. Sú afstaða er mér fullkomlega óskiljanleg.


Skólatösku fasismi

Enn eitt haustið ætla ég að pirra mig á skólatösku fasisma og hvað spilað er með foreldra. Barn sem er að byrja i skóla þarf ekki tösku sem kostar á annan tug þúsunda!!!!!  Það er ekkert sem börn þurfa í dag að bera á milli heimilis og skóla - þ.e. þau börn sem ekki eru keyrð frá húsdyrum að skóladyrum. Í mesta lagi eru það tveir blýantar og A4 blað frá kennaranum.

Þessvegna finnst mér það fáránlegt að halda því að foreldrum að börnin þurfi svona dýrar töskur því þau beri svo mikið!


Ég á afmælisstelpu

Í dag er elsku stelpan mín Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir 15 ára. Það var á laugardagskvöldi sem hún kom í heiminn með látum. Ég var svæfð og skorin bráðakeisara og fæðingarstundin er 21:30. Barnið sá ég fyrst á poloroid mynd sem pabbi hennar kom með út á gjörgæslu þar sem ég jafnaði mig fyrstu stundirnar. Á myndinni var ósköp mjó og löng stelpa með stór opin augu. Tengd við tæki og tól. Hana sjálfa fékk ég ekki í fangið fyrr en hún var 12 tíma gömul. Það var erfið bið en við vorum báðar mjög máttfarnar.  Hún var afar hætt komin í fæðingu og fékk aðeins einn í Apgar einkunn. http://en.wikipedia.org/wiki/Apgar_score. En hún hresstist fljótt og heim fórum við þegar hún var átta daga gömul. Þar biðu pabbi og stóra systir hennar Anna Kristín rúmlega tveggja ára.

Bryndís mín er yndisleg stúlka sem byrjar í 10. bekk í Vogaskóla  í haust. Hún hefur æft karate frá sex ára aldri og er komin með brúnt belti. Hún er dagfarsprúð en með bein í nefinu og afar fylgin sér. Hún hefur áhuga á kvikmyndum og ljósmyndun og tekur þessa daga myndir á flottar filmuvélar sem pabbi hennar og föðurbróður eiga. Og mundar linsurnar. Hún hefur leikið í tveim kvikmyndum - Stikkfrí og Duggholufólkinu. Hún á traustan vinahóp sem samanstendur af skólafélögum og karatevinum. Hún hefur áhuga á fötum og kaupir þau helst í second hand búðum.

Elsku stelpan mín - takk fyrir samfylgdina þessi ár. Mamma elskar þig heitt og mikið.


Baráttan um börnin

Það er enn vandræðagangur vegna krakka sem útskrifast úr 10. bekk og framhaldsskóla göngu þeirra. Í ár var gripið til þess ráðs að um 45% barnanna eiga að koma úr hverfi/skólum nálægt viðkomandi framhaldsskólum.

Nú veit ég um tvo nemendur sem fara í 10. bekk í haust og setja stefnuna á ákveðin framhaldsskóla. Sá skóli er ekki þeirra hverfisskóli. Ekki geta þeir flutt lögheimili sitt því þeir eru ekki orðnir 18. ára. Og hvað er þá gert? Jú þessir nemendur ætla að skipta um skóla og ljúka 10. bekk í skóla sem er nálægt draumaskólanum. Þeir hafa gengið í sama grunnskóla alla sína tíð en ætla nú að skipta um skóla. Mér finnst þetta sorglegt. Þarna missir gamli skólinn þeirra tvo afbragðs nemendur sem hafa verið virkir í félagslífi og eru vinamargir.

Einnig hef ég heyrt um framhaldsskóla þar sem umsóknir eru talsvert fleiri frá stúlkum en drengjum. Erfitt er að komast inn í þennan skóla en til þess að hafa kynjahlutfallið sem jafnast þá þurfa drengirnir ekki að hafa eins góðar einkunnir upp úr 10. bekk eins og stúlkurnar sem sækja um skólann.

Er þetta leyfilegt?


Ljótt símanúmer

Muniði eftir atriði - að ég held úr áramótaskaupi - þar sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir fór á kostum í gerfi konu nokkurar - var það ekki Fjóla vinkona- sem hringdi í símann og vildi fá nýtt símanúmer því hennar væri svo rosalega ljótt?

Mér fannst fyndið þegar við fórum í Nova um daginn til að fá símanúmer. Númerið kostaði 2000 krónur en þú gast fengið "fallegt númer" bara með því að borga 4000 krónum meira. Erum við rosalega vitlaus eða hvað?


Geymt en ekki gleymt

Kompudögum líkur í kvöld. Þegar við byrjuðum á tiltekktinni í geymslunum á sunnudag óraði okkur ekki að við yrðum enn að á fimmtudegi. En sagan er svona:

Við búum á æskuheimili mannsins míns í Vogahverfinu. Tengadmóðir mín lést í desember 1997 og við fluttum inn sumarið  1998. Við framkvæmdum talsvert í húsinu - breyttum kjallaranum talsvert og breyttum geymslulofti í baðherbergi og svefnherbergi. Í kjallaranum býr Siggi mágur minn í stórri og góðri íbúð og við Gulli hér á hæð og risi með stelpunum okkar tveim. Það tók á að breyta því við bjuggum hér á meðan og það þurfti að steypa og einangra og búa til talsvert í risinu. Og svo fluttum við inn í dánarbú - með hafurtask fjögurramanna fjölskyldu. Við breytingarnar urðu til mjög góðar geymslur undir súð. Mikið, mikið, mikið geymslupláss. Og þangað fóru allar okkar bækur, margir hillumetrar af vinilplötum, öll föt af stelpunum sem þær voru hættar að nota og bókstaflega var öllu skóflað þarna inn sem ekki fékk pláss á heimilinu. Og á þessum tólf árum hefur talsvert bæst við. T.d. hef ég ekki fleygt einni einustu skólabók á þessum 11 árum síðan sú eldri byrjaði í skóla. Og það verður að segjast eins og er að tiltektir og þrif hafa ekki verið svona efst á vinslældarlistum okkar hjóna. Enda höfum við verið upptekin við vinnu, barnauppeldi, kórsöng, sumarbústaðalíf, ferðalög. Og þegar slíkt er í boði þá er ósköp auðvelt að loka augum fyrir drasli sem ekki sést á rislofti,

En nú erum við semsagt búin að moka út undan risinu, flokka allt, henda ýmsu, koma miklu í nytja gáma og ryksjúg og þurrka og sortera. Og auðvitað taka til í skápum, skattholum, náttborðum, bókahillum, myndaalbúmum - öllum steinum hefur verið snúið við.

Og þetta er að verða alveg ljómandi fínt hjá okkur.


Bósi Ljósár

Nú er bróðir hans að tala...


mbl.is Verkleysi, svik og vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband